Rappararnir Flóni, Birnir og Joey Christ sendu í vikunni frá sér lagið OMG. Lagið er mjög vinsælt en hátt í 25 þúsund hafa horft á myndbandið við lagið síðan það birtist á Youtube fyrir þremur dögum. Ekki eru þó allir sáttir með boðskapinn í textanum við lagið.
Í texta lagsins er talað um að „Bitches” eða tíkur viti alveg hverjir flytjendurnir séu og elti þá. Þar koma fyrir setningar eins og „Hún er með rass sem er nóg til af, ég ætla að snúa henni við og láta hana segja ómægad,” og „Ég vil ekki ríða en þú mátt sjúga mig, vinkonur þínar mega kúra með.”
Margir hafa tjáð sig um texta lagsins á samfélagsmiðlinum Twitter og eru strákarnir meðal annars sakaðir um að hlutgera konur.
Sjá einnig: Flóni, Birnir og Joey Christ skemmta sér vel í nýju myndbandi við lagið OMG
Ljóðskáldið og fyrrum rapparinn Kött Grá Pjé spyr sig hvort að tími rappsins sé jafnvel liðinn á Íslandi.
Æji er rapp ekki bara að verða soltið played out? Kominn tími á eitthvað hrjúfara. Aftur. Rokk og ról. Meiri drullu. Meira pönk. Óhljóð. Öskur og trylling. Eitthvað sem skekur mann og stappar á. Meiri drullu. Meiri drullu. Meiri fucking drullu.
— Kött Grá Pje (@KottGraPje) July 28, 2018
Hann segir að rapp í dag sé því sem næst samheiti við popp og þar ríkji staðalímyndir, gömul samfélagsmein og bull.
„Og horfir það í jákvæðari átt? Mér sýnist ekki. Að hérlendir miðstéttarkarlar éti mein eins og kvenhatur upp eftir amerískri lágstéttarmenningu er ekki kúl. Finnst mér. En ég er bjáni sko,” segir hann á Twitter.
Jóhann Kristófer Stefánsson, eða Joey Christ, einn flytjandi lagsins sagði að drengirnir hefðu ekki áhuga á því að tjá sig um málið þegar Nútíminn hafði samband.
Söngkonan Karó er ein af þeim sem hefur tjáð sig um texta lagsins á Twitter. Hún ráðleggur íslenskum röppurum að rappa á íslensku í lögum sínum svo þeir heyri mögulega hversu „fkn douchey” þeir hljóma.
ef islenskir rapparar ætla að kalla konur bitches i lögunum sinum,, geta þeir amk gert það a islensku svo þeir heyri mögulega hversu fkn douchey þeir hljoma :DDD
— karó (@karoxxxx) July 27, 2018
Fleiri taka undir með Karó og gagnrýna textann
Og afhverju eruð þið að kalla konur bitches? eigiði ekki að vera woke eða eitthvað? https://t.co/iRS1iHuKcb
— Sunna Ben (@SunnaBen) July 27, 2018
ómægad gellur eru heitar ómægad bitches þekkja mig ómægad er alltaf að ríða þeim ómægad konur eru hlutir ómægad
— mannætuplanta (@MargretAdalh) July 26, 2018
Tek það fram að textinn er þeim ekki öllum til framdráttar.
— Árni Vil (@Cottontopp) July 29, 2018
sorry en ef textinn er ein lítillækkandi fyrir konur og hann er þá getur loka-productið ekki verið frábært
— karja (@kaerleikurinn) July 29, 2018