Auglýsing

Kanye West íhugaði sjálfsvíg: „Ekki umgangast fólk sem lætur þig vilja taka eigið líf”

Tónlistarmaðurinn Kanye West opnaði sig um baráttu sína við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir á Twitter í gærkvöldi. West segist hafa tengt við nýútgefna heimildarmynd um fatahönnuðinn Alexander McQueen og ferðalag hans.

West segir að hann viti hvernig það er að vilja hafa stjórn á lífi sínu, jafnvel þó það þýði að þú þurfir að svipta sjálfan þig því. Alexander McQueen framdi sjálfsmorð árið 2010.

Hann segist hafa glímt við sjálfsmorðshugsanir og gefur fylgjendum sínum ráð við því hvernig eigi að forðast þær og lifa lífinu í sátt við sjálfan sig.

„Hvernig á ekki að drepa sig hluti 1: Forðastu það að vera í kringum fólk sem lætur þig vilja fremja sjálfsmorð.”

Kanye West hefur áður talað opinskátt um andleg veikindi sín. Á plötunni Ye sem hann gaf út í vor fjallar hann um baráttu sína við geðhvarfasýki.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing