Tónlistarmaðurinn Kanye West opnaði sig um baráttu sína við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir á Twitter í gærkvöldi. West segist hafa tengt við nýútgefna heimildarmynd um fatahönnuðinn Alexander McQueen og ferðalag hans.
West segir að hann viti hvernig það er að vilja hafa stjórn á lífi sínu, jafnvel þó það þýði að þú þurfir að svipta sjálfan þig því. Alexander McQueen framdi sjálfsmorð árið 2010.
I saw the Alexander McQueen documentary and I connected with his journey. I know how it feels to want to take your life back into your own hands even if it means taking your own life.
— ye (@kanyewest) July 27, 2018
Hann segist hafa glímt við sjálfsmorðshugsanir og gefur fylgjendum sínum ráð við því hvernig eigi að forðast þær og lifa lífinu í sátt við sjálfan sig.
To make this clear and not weird
I’ve had these kinds of thoughts and I’m going to tell you things I’ve done to stay in a content place.— ye (@kanyewest) July 27, 2018
„Hvernig á ekki að drepa sig hluti 1: Forðastu það að vera í kringum fólk sem lætur þig vilja fremja sjálfsmorð.”
How to NOT kill yourself pt 1
Avoid being around people who make you want to kill yourself
— ye (@kanyewest) July 27, 2018
Kanye West hefur áður talað opinskátt um andleg veikindi sín. Á plötunni Ye sem hann gaf út í vor fjallar hann um baráttu sína við geðhvarfasýki.