Auglýsing

Mótmæltu hvalveiðum Íslendinga: „Við þurfum að fagna hvölum en ekki drepa þá”

Hópur fólks mótmælti í dag hvalveiðum í íslenskri lögsögu fyrir framan Alþingi. Samtök Grænmetisæta á Íslandi, Vegan samtökin og samtökin Hard to Port stóðu fyrir mótmælunum. RÚV greinir frá.

Það vakti heimsathygli á dögunum þegar mynd af sérkennilegum hval sem bar einkenni bæði langreyðar og steypireyðar fór á flug á netinu. Hvalurinn var dreginn í land á hvalstöðinni í Hvalfirði 7. júlí síðastliðinn og reyndist vera blendingur. Steypireyður er alfriðuð tegund og með öllu óheimilt að skjóta hana, blendinga má hins vegar skjóta.

Sjá einnig: Katrín Jakobsdóttir telur ekki skynsamlegt að Íslendingar haldi hvalveiðum áfram

Í tilkynningu frá mótmælendum segir að verið sé að mótmæla grimmum og ónauðsynlegum drápum á hvölum í íslenskri lögsögu.

„Þann 7 júlí síðastliðinn var afar sjaldgæf tegund hvals sem er blendingur af langreyð og steypireyð drepinn en það sýnir afdráttarlaust hversu lítið eftirlit er með þessum veiðum og hversu kærulausir hvalveiðimenn komast upp með að vera.
Alþjóðasamfélagið fordæmir þessi dráp,” segir í tilkynningunni.

Við þurfum að fagna hvölum en ekki að drepa þá.

Mótmælendur biðla til fólks að „krefjast fullrar verndar á þessum mögnuðu dýrum sem færa hundruði þúsunda manna gleði og hrifningu á hverju ári.”

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing