Auglýsing

Loka þjóðvegi eitt vestan Kirkjubæjarklausturs vegna Skaftárhlaups

Þjóðvegi eitt hefur verið lokað á Suðurlandsvegi skammt vestan Kirkjubæjarklausturs vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.

Lögregla segir ákvörðunina tekna í samráði við Vegagerðina. Umferð er beint um Meðallandsveg á meðan. Vatn flæðir yfir veginn á um fimm hundruð metra kafla.

Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar, segir vatnið vera orðið of djúpt til þess að bílar geti farið yfir en getur ekki sagt til um hvenær vatnsmagnið mun minnka og öruggt verði að fara yfir.

Guðmundur Kristján Ragnarsson, flokksstjóri hjá Vegagerðinni í Vík í Mýrdal, segir í samtali við fréttastofu RÚV að vegurinn sé farinn að skemmast vegna vatnsins sem flæðir yfir.

Skaftárhlaup náði hámarki í gær og fer nú hægt minnkandi. Áhrifa hlaupsins mun gæta nokkuð næstu daga og mun áin ekki ná eðlilegu rennsli fyrr en síðar í vikunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing