Í dag er sunnudagur og við munum því óvænt taka saman allt það helsta sem Íslendingar létu frá sér á Twitter í vikunni. Íslenskir tístarar voru í stuði í vikunni og eitt vinsælasta tíst Íslandssögunnar leit dagsins ljós.
Sjá einnig: Jón Gnarr braut Internetið þegar hann las ummæli Jóns Vals sem Indriði: „HVERJIR BORGA?”
Byrjum þetta á alvöru neglu
Fólkið sem spyr hvort það sé ekki komið nóg af Gleðigöngum, því öll réttindin eiga að vera komin, vill engu að síður halda upp á 17. júní jafnvel þó við fengum sjálfstæði fyrir 74 árum síðan ?
— Geir Finnsson (@geirfinns) August 11, 2018
Eðlileg viðbrögð
Vinur minn sagði mér að hann hefði einu sinni verið með word skjal yfir allar þær stelpur sem hann hafði sofið hjá. Fyrstu viðbrögð min voru: afhverju í andskotanum notaðiru ekki Excel ?
— Júlía Eyfjörð (@juliaeyfjord) August 10, 2018
Goals…
svona, nákvæmlega svona kona vil ég vera pic.twitter.com/keJBPUbiLL
— Heiður Anna (@heiduranna) August 11, 2018
djöfull langar mig að tala í borðsíma í svona 3 klukkutíma og vefja snúrunni um fingurinn á mér og blása tyggjókúlur á meðan
— Heiður Anna (@heiduranna) August 10, 2018
Albert minn, með þessu áframhaldi verður þú einhleypur að eilífu. pic.twitter.com/v1WkMN9qLu
— Albert Ingason. (@Snjalli) August 11, 2018
Gott að eiga góða að
Agnes (6 ára): Hvað ertu eiginlega gamall pabbi?
Ég: 38 ára.
Hún: 38 ára?!?
Ég: Finnst þér ég gamall?
Hún: Mér finnst þú bara mjög sætur.— Árni Vil (@Cottontopp) August 10, 2018
Þetta er ekki flókið
https://twitter.com/ill_ob/status/1026607661893214208
Hér er góð viðskipta hugmynd
Var að muna að amma bauðst alltaf til að „rugla“ þegar ég, algjör krakki, var að fara að sofa í sveitinni. Svo bara vall uppúr henni allskonar rugl þangað til ég sofnaði. Sem algjörum fullorðnum krakka langar mig ógeðslega í podcast eða á uppistand, bara með ömmum að rugla.
— Elín Inga (@eliningab) August 9, 2018
Það tengja eflaust ófáir við þetta
Allir eftir þjóðhátíð:) pic.twitter.com/kOXhbhcWT1
— Sten (@steintunna) August 7, 2018
Indriði var vinsælt nafn í vikunni
Það er ekkert í þessum heimi sætara en krúttleg dýr með virðuleg nöfn sbr. Indriði hér fyrir neðan.
Stend og fell með þessari skoðun. pic.twitter.com/2iOeYxeemQ— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) August 6, 2018
Hahaha!
Skrímsli undir rúminu pic.twitter.com/JLIVl0LYZJ
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) August 10, 2018
Ekki hetjan sem Reykjavík þarf heldur hetjan sem Reykjavík á skilið
Í gær kom aðili í Hljóðfærahúsið að kaupa DJ græju. Ég spurði hann aðeins út í hvar hann væri að spila og hann sagðist ekkert vera að DJ-a, bara að fikta heima.
Svo fór ég á Gaukinn um kvöldið, sá sami aðili var í goth galla að blasta Placebo og hardcore techno.
Hógvært legend.
— Finnbogi Örn (@finnbogiorn) August 11, 2018
Muniði eftir stúlkunni sem starði á hafið? Þetta er hún í dag. Feel old yet? pic.twitter.com/WVUBwn645b
— gunnare (@gunnare) August 11, 2018
Þessir kettir
Er að leggja mig eftir næturvakt heima og heyri pabba endurtaka niðri og dæsa "Afi á, nei afi á!"
Hann er að tala við Depil, köttinn okkar
— Karólína (@LadyLasholina) August 10, 2018
Það borgar sig stundum að vera rómantískur
mamma og pabbi eiga trúlofunarafmæli og pabbi kom heim með rósir án þess að vita að þau ættu actually trúlofunarafmæli og mamma bara vá takk í tilefni dagsins og pabbi clueless og þau eru núna úti að borða og ég held að pabbi viti ekkert hvað á sig stendur veðrið og það er fyndið
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) August 9, 2018
Úbbs..
Einu sinni var Margrét Friðriksdóttir nemi við lagadeild HÍ. Í tíma í réttarsögu tilkynnti hún Sigurði Líndal hátt og snjallt að það hefði verið villa í bókinni hans. Ártöl færu lækkandi á nokkrum stöðum. Sigurður benti henni á að þetta hefði verið fyrir Krist.
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) August 9, 2018
Awww
Ég á ótrúlega sterka minningu úr leikskóla þar sem ég var með uppáhalds uppáhalds leikskólakennaranum mínum sem hét Sólbrá, og ég man að vinur minn sagði við hana: „þú heitir Sólbrá því þegar þú fæddist þá brá sólinni því þú ert svo falleg.“
Pælið aðeins hvað það er sætt.
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) August 9, 2018
Mátti reyna
Tilgangslaus áróður, þetta mun aldrei hætta pic.twitter.com/HIKuUQuqUT
— Hafþór Óli (@HaffiO) August 9, 2018
Datt í hug voða sniðugt orð. Leitaði til að sjá hvort einhverjum hefði dottið það í hug áður. Og já, það er frekar einmanalegt hér í bergmálshellinum mínum. pic.twitter.com/opeiCz6fxd
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) August 9, 2018
Það er rétt að vara viðkvæma við þessu tísti
Í kvöld upplifði ég martröð okkar allra. Var í bingó og kallaði bingó fór uppá svið en þegar þangað var komið reyndist ég hafa spilað vitlaust bingó og var ég send aftur til baka í sætið mitt. Ég mun aldrei ná mér eftir þetta.
— Bergþóra Friðriks (@beggafri) August 8, 2018
Endum þetta á tístinu sem sló öll met
vassgú! pic.twitter.com/gWlNjECB3d
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 8, 2018