Auglýsing

Aretha Franklin látin

Drottning sálartónlistarinnar Aretha Franklin er látin 76 ára að aldri. Hún hafði glímt við heilsubresti undanfarin ár og tilkynnti á síðasta ári að hún ætlaði að setjast í helgan stein. Nútíminn greindi frá því á mánudag að hún væri alvarlega veik og ætti lítið eftir.

Sjá einnig: Aretha Franklin sögð alvarlega veik og við dauðans dyr

Hún greindist með krabbamein árið 2010 og fór í aðgerð til að fjarlægja það en síðan þá hefur heilsu hennar hrakað og hún þurft að hætta við fjölmarga tónleika síðustu ár.

Hún kom síðast opinberlega fram 2. nóvember á síðasta ári á fjáröflun fyrir góðgerðarsamtök Elton John AIDS Foundation í New York.

Aretha Louise Franklin fæddist í Memphis 25. mars árið 1942. Faðir hennar var gospelsöngvari, píanóleikari og baptistaprestur og móðir hennar var söngkona. Fjölskyldan flutti til Detroit þegar hún var fjögurra ára gömul.

Eftir að hafa skrifað undir plötusamning við Atlantic Records árið 1966 fór frægðarsól Arethu að rísa og undir lok sjöunda áratugarins var hún þekkt sem „Drottning sálartónlistar“.

Hún vann 18 Grammy-verðlaun á ferli sem spannaði sjö áratugi  og varð fyrsta konan til að komast inn í Rock and Roll Hall of Fame árið 1987.

Hún var þekkt fyrir lögin „Respect“, “(You Make Me Feel Like) A Natural Woman“ og „Think“.

Hún kom fram á athöfn í Kennedy Center árið 2015 og flutti eitt þekktasta lagið sitt „(You Make Me Feel Like) A Natural Woman“ og grætti Barack Obama Bandaríkjaforseta með stórkostlegum fluttningi

Margir tónlistarmenn hafa minnst hennar á samfélagsmmiðlum í dag.

Elton John sagði þetta sorgardag fyrir alla tónlistarunnendur

View this post on Instagram

The loss of Aretha Franklin is a blow for everybody who loves real music: Music from the heart, the soul and the Church. Her voice was unique, her piano playing underrated – she was one of my favourite pianists. I was fortunate enough to spend time with her and witness her last performance – a benefit for the Elton John AIDS Foundation at St John The Divine Cathedral. She was obviously unwell, and I wasn’t sure she could perform. But Aretha did and she raised the roof. She sang and played magnificently, and we all wept. We were witnessing the greatest soul artist of all time. I adored her and worshipped her talent. God bless her. My condolences to all her family and friends. We shared the same birthday – and that meant so much to me. The whole world will miss her but will always rejoice in her remarkable legacy. The Queen is dead. Long live the Queen. @arethasings #RIP #ArethaFranklin #QueenOfSoul @ejaf

A post shared by Elton John (@eltonjohn) on

Annie Lennox sagði rödd hennar hljóma að eilífu

Carole King minntist hennar með ást, virðingu og þakklæti

Paul McCartney sagði að Arethu Franklin vera „drottningu sálar okkar“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing