Poppdrottningin Madonna fagnar sextugs afmæli sínu í dag. Ferill hennar spannar rúmlega 30 ár og hafa fáir haft jafn mikil menningarleg áhrif í jafnlangan tíma og hún. Nútíminn tók saman nokkrar skemmtilegar staðreyndir um söngkonuna frægu, sem jafnvel ekki margir vissu um.
Madonna fagnaði sextugsafmælinu í Marokkó
1. Hún var kölluð „Little Nonni“ til að aðskilja hana frá móður sinni
Madonna Louise Ciccone fæddist á þessum degi, 16. ágúst árið 1958 í Bay City í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. Hún á fimm systkini og er skírð eftir móður sinni sem dó úr brjóstakrabbameini þegar Madonna var aðeins fimm ára.
2. Fyrirmyndarnemandi með skólastyrk
Madonna var fyrirmyndarnemandi og fékk dansskólastyrk í University of Michigan. Hún hætti hins vegar í skólanum árið 1978 og húkkaði sér far til New York með aðeins 35 dali í vasanum.
3. Stofnaði tvær hljómsveitir áður en hún hóf sóloferilinn
Hún stofnaði hljómsveitina Breakfast Club með tónlistarmanninum Dan Gilroy en hún hitti hann þegar hún var bakraddasöngvari og dansari á tónleikaferðalagi um Evrópu árið 1979 með franska diskólistamanninum Patrick Hernandez. Ári síðar yfir gaf hún Gilroy og hljómsveitina til að stofna aðra hljómsveit, Emmy, með kærastanum Stephen Bray. Sú hljómsveit vakti athygli stofnanda plötuútgáfufyrirtækisins Sire Records, Seymour Stein, sem bauð Madonnu samning.
4. Fyrsta smáskífan hét „Everybody“
Fyrsta smáskífa Madonnu hét „Everybody“ og kom út í október árið 1982. Fyrsta plata söngkonunnar kom út í júlí ári síðar og lagið „Borderline“ af plötunni var fyrsti smellurinn hennar sem komst á top 10 lista í Bandaríkjunum.
5. Farsælasta sóló söngkona allra tíma
Madonna hefur gefið út 13 plötur og plötusala hennar hefur ratað í heimsmetabækur Guinness. Samkvæmt Guinness Book of World Records er hún farsælasta sóló söngkona allra tíma og hefur selt flestar plötur allra tónlistarkvenna.
6. Goðsagnakennt 80’s útlit
Hið fræga 80’s útlit Madonnu sem margir hafa endurgert í gegnum árin og samanstendur af blúndum, netasokkabuxum/bolum/grifflum, armböndum og krossum, var ekki upphaflega hennar heldur var það stílistinn og skartgripahönnuðurinn Maripol sem setti það saman.
7. Brautryðjandi
Fluttningur Madonnu á laginu „Like A Virgin“ á verðlaunahátíðinni MTV Video Music Awards árið 1984 varð til þess gæði atriða á hátíðinni urðu að vera mjög mikil á komandi árum, en er flutningurinn hennar orðinn hluti af sögu dægurmenningar í heiminum.
8. Farsæll leikferill?
Fyrsta kvikmyndahlutverk Madonnu var sem söngvari á næturklúbbi í kvikmyndinni Vision Quest frá árinu 1985. Margir halda að hlutverk hennar í kvikmyndinni Desperately Seeking Susan, þar sem hún var í mun stærra hlutverki, hafi verið hennar fyrsta en sú mynd kom út seinna sama ár.
Madonna hefur leikir í 19 kvikmyndum á ferlinum en hennar stærsta hlutverk var aðalhlutverk myndarinnar Evita en hún var tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn þar. Hún hefur hins vegar fengið níu Razzie-skammarverðlaun en hún var meðal annars valin versta leikkona aldarinnar árið 2000.
9. Grænmetisæta
Madonna hefur verið grænmetisæta síðan hún var 15 ára.
10. Þjáist af brontofóbíu
Madonna þjáist af svokallaðri brontofóbíu en það er ótti við þrumur og eldingar
11. „Vogue“ átti aldrei að vera smáskífa
Lagið vinsæla „Vogue“ átti að vera á B-hlið plötunnar I’m Breathless af því að Madonna hafði ekki trú á því að lagið gæti verið smáskífa. Sem betur fer hafði hún rangt fyrir sér því lagið er eitt af hennar vinsælustu.
12. Hefur komið fram á öllum Live-góðgerðartóleikunum
Madonna er eini tónlistarmaðurinn sem hefur komið fram á Live Aid árið 1985, Live 8 árið 2005 og Live Earth árið 2007.
13. Hefur gefið út 10 bækur
Hún gaf út sína fyrstu barnabók árið 2003 en hún hét Enska rósin eða The English Rose á ensku. Síðan þá hefur hún gefið út 10 bækur.
14. Hún hatar appelsínugulan
Já, hún hatar appelsínugulan lit, en ekki fylgir frásögninni hvort hún hati appelsínur.
15. Fjarskyld frænka Céline Dion
Þökk sé frönsk-kanadískum forfeðrum er Madonna fjarskyld frænka annarrar söngdívu, sjálfri Céline Dion.
16. Tók upp nafnið Esther
Eftir að hafa tileinkað sér Kaballah-trú árið 2004 tók Madonna upp nafnið Esther en það þýðir stjarna á persnesku
17. Hefur leikstýrt tveimur myndum
Madonna hefur leikstýrt tveimur kvikmyndum, Filth and Wisdom árið 2007 og W.E. árið 2011. Hvorug myndanna fékk góðar viðtökur hjá gagnrýndendum og áhorfendum.
18. Umdeildur listamaður
Tvö tónlistarmyndbönd frá söngkonunni voru bönnuð á sjónvarpsstöðinni MTV. Myndband við lagið „Justify My Love“ frá árinu 1990 þótti mjög kynþokkafullt og ögrandi og myndbandið við „What It Feels Like for a Girl“frá árinu 2000 þótti ansi ofbeldisfullt og óviðeigandi.
19. Örvera skírð eftir Madonnu
Árið 2006 skírðu vísindamenn örveru sem kallaðist „water bear“ eftir Madonnu vegna þess að örveran er nánast ódrepandi og getur lifað í alltað 120 ár án matar eða vatns í erfiðum aðstæðum. Söngkonan hefur sjálf átt farsælan en oft erfiðan feril og hefur sýnt mikla þrautseigju síðustu 30 ár.
20. Sagði skilið við New York og flutti til Portúgal
Madonna sagði skilið við New York á síðasta ári og hóf nýjan kafla í lífi sínu og barnanna sinna í Lissabon, höfuðborg Portúgals. Hún á sex börn, Lourdes Maria Ciccone Leon fæddist árið 1996, Rocco John Ritchie sonur hennar fæddist árið 2000 en faðir hans er leikstjórinn Guy Ritchie. Hún ættleiddi David Banda frá Malaví árið 2006, Chifundo „Mercy“ James árið 2009 og tvíburasysturnar Esther og Stellu árið 2017.