Fjölmargir menn í New York féllu í Tinder-gildru stúlku sem kallar sig Natasha um helgina þegar hún boðaði menn, sem hún hafði „match-að“ við á Tinder, á stefnumót á Union Square. Þegar á annað hundrað menn voru mættir þangað tilkynnti Natasha þeim að þeir þyrftu að keppa um að fá að fara á stefnumót með henni.
Einn þeirra sem mætti á staðinn tísti um það sem gerðist. Hann sagðist hafa verið á Tinder og „match-að“ við Natasha. Hún bauð honum síðan að koma á Union Square á stefnumót síðastliðinn sunnudag til að horfa á vin hennar sem var plötusnúður á viðburði þar. Hann sló til og mætti en þegar á torgið var komið sá hann fjölda annarra manna og áttaði sig á því að hann var ekki einn boðaður á torgið.
She then says so I know all of you here are on tinder and I’m like ????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????
— миша (@bvdhai) August 19, 2018
ALL THE DUDES THERE SHE FOUND ON TINDER AND TEXTED THEM THE SAME SHIT
— миша (@bvdhai) August 19, 2018
Natasha tilkynnti öllum þeim sem voru mættir að hún hafi boðað þá þangað svo að þeir fái tækifæri til þess að fara með henni á stefnumót
Then she says I’ve invited you all here for a chance to go on a date with me and proceeds to give a hunger games speech about what its gonna take to date her
— миша (@bvdhai) August 19, 2018
Tístarinn var ekki ánægður með að vera gabbaður svona og fór heim, atvikið hefur greinilega haft áhrif á hann því hann segist hafa misst trúna á mannkyninu
I TRUST NO ONE. I TRUST NOTHING ANYMORE. VANITY WILL BE THE DEMISE OF HUMAN CIVILIZATION. DON’T GET GOT. THE END.
— миша (@bvdhai) August 19, 2018
Hann einnig deildi þessari mynd frá viðburðinum áður en hann lét sig hverfa
The scene pic.twitter.com/U0ROAWKDQc
— миша (@bvdhai) August 19, 2018
Natasha fór upp á svið og kynnti sig fyrir mönnunum og viðurkenndi að henni fyndist erfitt að deita í gegnum stefnumótasmáforrit eins og Tinder.
„Hvernig leysi ég þá þetta vandamál? Kannski get ég sameinað alla á einn stað, séð hvernig það gengur og leyst þetta vandamál fyrir fullt og allt,“ sagði Natasha.
„Heldur þú að þú hafi það sem þurfi til að keppa á móti öllum hér fyrir stefnumót með mér?,“ spurði hún hópinn og bætti við að einhverjir þeirra séu kannski vonsviknir með að hafa verið plataðir svona en hún skildi ekki af hverju það væri því þetta sé frábær saga.
Þar á eftir tilkynnti hún hópnum að allir sem væru í sambandi, hétu Jimmy, væru ferðamenn eða lágvaxnari en 180 sentímetrar ættu að fara því hún hefði engan áhuga á þeim.
David Pepe náði svipmyndum af ráðvilltum mönnum sem létu plata sig og mönnum sem kepptust um hylli hennar í armbeygjukeppni
https://www.instagram.com/p/Bmref50Hps9/?taken-by=davidpepe_
Þessi virtist hafa gaman af uppátækinu
— tiana (@tittydirtymoney) August 20, 2018
En þessi vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og virtist hneykslaður
But the guys just to his right… pic.twitter.com/yPZFCASbNc
— Erin Stewart (@ErinBethBranch) August 20, 2018
Netverjar voru mishrifnir af uppátækinu en dáðust þó að hugrekki konunnar
Thank You for sharing. The audacity, the boldness. The lies. The deceit. y’all got hoodwinked. I kinda love.
— Fab (@fabiannamedina) August 20, 2018
so this female actually hosted a casting call? lkadghdgvudgyuvbfdyuvbyfsg GFgdsshUgyfgfyus bnjhfjnhvf THE CREATIVITY ????????????????????????????????. nah but for real tho????
— ✽Cornwall Middlefuck and Surrey✽ (@iitz_Terri_tho) August 20, 2018
Aðrir voru sannfærðir að um hún hafi ekki staðið ein að þessu heldur að um sjónvarpsþátt væri að ræða
…the budget.
This has got to be some kind of TV show.
— Derek Kerton (@derekkerton) August 20, 2018
Natasha var stóð þó ekki ein við gjörninginn ein því komið hefur í ljós að hún var í samstarfi við Internetfyrirtækið Rob Bliss Creative sem stendur að baki margra myndbanda sem hafa sett Internetið á hliðina, meðal annars myndbandsins „10 Hours of Walking in NYC as a Woman“.
Robb Bliss sagði í samtali við Buzzfeed að tilgangur gjörningsins, sem var tekinn upp, hafi verið að vekja athygli á fáránleika stefnumótasmáforrita og hvernig það sé að vera kona á svoleiðis smáforritum og hver upplifun hennar sé.