Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er einn af þremur leikmönnum Everton í Englandi sem verður í nýrri uppfærslu af símaleiknum Angry Birds. Gylfa hefur verið breytt í einn af fuglunum í leiknum.
Angry Birds er einn af aðal styrktaraðilum knattspyrnuliðsins Everton þar sem Gylfi spilar. Símaleikurinn er einn sá allra vinsælasti en margar milljónir víðs vegar úr heiminum spila leikinn reglulega.
Everton greindi frá þessu á Twitter síðu félagsins í dag. Hér að neðan má sjá myndband af Gylfa og félögum sem persónur í Angry Birds.
? | Introducing the first footballers to feature in @AngryBirds…
Gylfi Sigurdsson, @CenkTosun_ and @TheoWalcott!
Download Angry Birds Evolution now to play ➡️ https://t.co/XbbnFhdjMG pic.twitter.com/3JcJjF5BM7
— Everton (@Everton) August 22, 2018