Auglýsing

„Ísland er svo töfrandi staður að það er meira að segja hægt að labba á vatni”

Myndband frá Íslandi hefur vakið mikla athygli á netheimum í dag en þar má sjá konu labba á vatni við Stokksnes. UNILAD Adventur birti myndbandið á Facebook.

Umrædd kona er ferðabloggarinn Jess Dale en hún er dugleg að birta myndir og myndbönd frá ferðalögum sínum á heimasíðu sinni. Hún heimsótti Ísland í lok júní á þessu ári og eyddi hér viku. Hún segist hafa nýtt sér það til fulls að það hafi aldrei verið dimmt á meðan hún heimsótti landið.

Hún segir að það sem hafi komið mest á óvart hafi verið snjór, í júní, og að veðrið hafi gert henni erfitt fyrir að ferðast um hálendið. Hún segir þó að Suðurlandið hafi verið stórkostlegt og að hún skilji vel afhverju það sé vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn.

„ Stokksnes er staður sem þú verður að upplifa. Magnað sjónvarspil sem er óraunverulegt að verða vitni af.” Hægt er að lesa nánar um Íslandsferð Jess á heimasíðu hennar.

Í myndbandinu sem UNILAD birti má sjá Jess labba á vatninu við Stokksnes og við færsluna er skrifað: „Ísland er svo töfrandi staður að það er meira að segja hægt að labba á vatni.”

Sjáðu myndbandið

Iceland Is Full Of Natural Wonders

Iceland is so magical you can even walk on water ???? Ever Changing Horizon

Posted by UNILAD Adventure on Föstudagur, 24. ágúst 2018

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing