John McCain, bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn og fyrrum forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum er látinn 81 árs að aldri. Í tilkynningu frá skrifstofu McCain sem birtist í New York Times segir að hann hafi látist á fimmta tímanum í gær.
McCain greindist með heilaæxli á síðasta ári en fyrr í vikunni var tilkynnt að hann hefði hætt allri læknismeðferð vegna þess.
Hann sat á þingi í Bandaríkjunum í 35 ár. Hann hóf þingferil sinn á fulltrúadeild þingsins árið 1982 en sat svo á öldungadeildinni frá árinu 1986. Hann bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008 en tapaði gegn Barack Obama.
Fjölmargir hafa vottað McCain virðingu sína eftir andlát hans og er Obama þeirra á meðal.
Our statement on the passing of Senator John McCain: pic.twitter.com/3GBjNYxoj5
— Barack Obama (@BarackObama) August 26, 2018
McCain var einn helsti gagnrýnandi Donald Trump innan Repúblikanaflokksins og sagði að hann væri óhæfur til að sitja í Hvíta Húsinu. McCain kom í veg fyrir að heilbrigðisfrumvarp Repúblikanaflokksins kæmist í gegnum öldungadeildina.
My deepest sympathies and respect go out to the family of Senator John McCain. Our hearts and prayers are with you!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 26, 2018