Auglýsing

YouTube-stjörnurnar Logan Paul og KSI mættust í bardaga: mokgræddu á jafntefli

YouTube-stjörnurnar Logan Paul og KSI hafa staðið í deilum síðustu mánuði. Þeir tókust á í boxbardaga í Manchester Arena á laugadag en bardaginn var sagður „stærsti viðburður í sögu Internetsins“ og horfðu tæplega 20 þúsund manns á þá félaga í höllinni. Alls er talið að um tvær milljónir hafi horft á bardagann sem endaði í jafntefli, aðdáendum til mismikillar gleði að því er kemur fram í frétt á vef Buzzfeed.

Tæplega 800 þúsund manns borguðu til að horfa á viðburðinn á YouTube, ein milljón til viðbótar horfði á streymisveitunni Twitch og tæplega 20 þúsund manns borguðu sig inn á bardagann í Manchester Arena á Englandi.

Tekjur af bardaganum hleypa á hundruðum milljóna bandaríkjadala en þeir Logan og KSI skiptu verðlaunafénu jafnt á milli sín. Ekkert hefur verið gefið upp um fjárhæðina sem þeir fengu en götublaðið The Sun segir tekjur af bardaganum hafa verið 150 milljón punda, rúmlega 20 milljarðar íslenskra króna.

Logan Paul er mjög vinsæl en umdeild YouTube-stjarna en hann komst í fréttirnar í byrjun árs þegar hann tók upp myndband af manni sem hafði tekið eigið líf í Aokigahara-skógi í Japan. Hann er með rúmlega 18 milljón áskrifendur á YouTube-síðu sinni. Hinn breski KSI er álíka vinsæl YouTube-stjarna en hann er með 19,4 milljónir áskrifenda á YouTube-síðu sinni.

Forsaga bardagans á laugardag er sú að í febrúar keppti KSI í boxbardaga við aðra breska YouTube-stjörnu, Joe Weller. Eftir sigur í þeim bardaga skoraði hann Logan Paul á hólm sem samþykkti boðið. Greinagóða tímalínu á deilum þeirra félaga er að finna á síðunni Daily Dot.

Þekkt er að YouTube-stjörnur eigi í deilum opinberlega en aðal tilganguri deilanna er að öðlast frekari frægð.

Bardaginn á laugardaginn endaði með jafntefli en þeir eru báðir búnir tilkynna að bardaginn verði endurtekinn í Los Angeles á næsta ári.

Aðdáendur þeirra Logan og KSI voru ekki allir jafn ánægðir með útkomu bardagans.

Becky fannst hlægilegt að niðurstaða bardagans hafi verið jafntefli en það þýði að þeir græði ennþá meira þegar þeir berjast aftur

https://twitter.com/Beckyb4ker/status/1033465993622945794?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1033465993622945794&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.bbc.com%2Fnews%2Fuk-45310986

Ef til vill var bardaginn settur á svið en það var þó mjög skemmtilegt að horfa á hann

Jake er ekki sammála dómaranum með úrslit bardagans en þetta hafi þó verið skemmtun á hæsta stigi

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing