Auglýsing

Sara Björk um vonbrigðin eftir leikinn gegn Tékklandi: „Sem íþróttamaður er erfitt þegar manni mistekst“

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir í færslu á Instagram erfitt að lýsa hversu svekkt hún er eftir síðustu tvo leiki. Íslandi mistókst að tryggja sig í umspil fyrir HM í fótbolta í gær eftir jafntefli gegn Tékklandi. Ísland þurfti á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast í umspil en Sara brenndi af vítaspyrnu undir lok leiks.

Sara segir í færslu sinni að gærdagurinn hafi verið þungur. „Dagurinn í dag er erfiður, morgundagurinn verður betri! Grátlega nálægt að ná markmiðunum okkar! Erfitt að lýsa því hversu svekktur maður er eftir seinustu tvo leiki,“ segir hún.

„Við höfum aldrei verið eins nálægt því að fá að upplifa það að komast á HM! Sem íþróttamaður er erfitt þegar manni mistekst og finnst maður hafa brugðist liðinu! Allt sem maður hefur lagt á sig og sér fyrir sér hvernig allt muni ganga upp! Maður trúir svo innilega! þess vegna gerir maður allt til þess að láta drauma sína verða að veruleika! Allar æfingarnar! Allar auka æfingarnar! Öll vinnan ! Okkur mistókst! Í þetta skiptið !

Sara segir að liðið verði að nýta þetta sem reynslu og lærdóm. „Við eigum meira inni ! Við þurfum nýta mótlætið sem hvatningu og stíga upp! Við munum reyna aftur og koma ennþá einbeittari og betri fyrir næstu undankeppni því að ég er allavega ekki södd og ég veit að allt liðið vill meira! Það verður því miður ekki á HM næsta sumar en við verðum tilbúnar og hungraðar fyrir næstu keppni ! We will be back.“

View this post on Instagram

Gærdagurinn var þungur, dagurinn í dag er erfiður, morgundagurinn verður betri! Grátlega nálægt að ná markmiðunum okkar ! Erfitt að lýsa því hversu svekktur maður er eftir seinustu tvo leiki. Við höfum aldrei verið eins nálægt því að fá að upplifa það að komast á HM ! Sem íþróttamaður er erfitt þegar manni mistekst og finnst maður hafa brugðist liðinu! Allt sem maður hefur lagt á sig og sér fyrir sér hvernig allt muni ganga upp ! Maður trúir svo innilega ! þess vegna gerir maður allt til þess að láta drauma sína verða að veruleika! Allar æfingarnar! Allar auka æfingarnar! Öll vinnan ! Okkur mistókst! Í þetta skiptið ! Við verðum að nýta þetta sem reynslu og lærdóm! Við eigum meira inni ! Við þurfum að nýta mótlætið sem hvatningu og stíga upp! Við munum reyna aftur og koma ennþá einbeittari og betri fyrir næstu undankeppni því að ég er allavega ekki södd og ég veit að allt liðið vill meira ! Það verður því miður ekki á HM næsta sumar en við verðum tilbúnar og hungraðar fyrir næstu keppni ! We will be back ! ?????

A post shared by Sara Björk Gunnarsdóttir (@sarabjork90) on

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing