Auglýsing

Furðuleg kjúklingaloka í boði á KFC á Íslandi átta árum eftir að hún var fyrst kynnt til sögunnar

Matgæðingar og aðrir aðdáendur KFC hafa fagnað gríðarlega í dag eftir að Double Down-kjúklingalokan var kynnt til sögunnar í fyrsta skipti á Íslandi. Lokan er furðuleg að því leyti að hún inniheldur ekkert brauð heldur eru tvær kjúklingabringur lagðar saman með beikoni, osti og BBQ-sósu á milli.

Athugið að KFC kemur ekki að þessari umfjöllun — okkur fannst bara merkilegt að þessi heimsfræga loka sé loksins í boði á Íslandi.

Þessi nýstárlega kjúklingaloka var fyrst kynnt til sögunnar á KFC í Bandaríkjunum í apríl árið 2010 og vakti strax heimsathygli. Í upphafi átti aðeins að bjóða upp á hana í takmarkaðan tíma en vegna gríðarlegra vinsælda er hún komin með fastan sess á matseðlum KFC víða um heim.

Sjá einnig: Prófuðu leynilegu uppskriftina af kjúklingnum á KFC sem lak á netið

Enginn veitingastaður á Íslandi á í jafn góðu sambandi við viðskiptavini sína á Facebook og KFC. Þar hefur fólk gjörsamlega farið af hjörunum af gleði og fjölmargir hafa taggað vini sína, kannski í von um að lokka þá með sér út að borða.

Einhverjir eru sárir þar sem þeir ætluðu ekki að fá sér djúpsteiktan kjúkling í dag á meðan aðrir gráta það að búa í bæ þar sem KFC hefur ekki enn þá opnað veitingastað.

Enn aðrir hafa boðið kærustum sínum sigurreifir út að borða.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing