Auglýsing

Ísland verður með í Eurovision í Ísrael

RÚV hefur ákveðið að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Ísrael á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef RÚV. Þar kemur fram að endanleg ákvörðun hafi legið fyrir í morgun þegar ljóst var að keppnin verður haldin í borginní Tel Aviv en ekki Jerúsalem eins og margir höfðu spáð.

Ísrael sigraði Eurovision í vor og í kjölfarið skoruðu rúmlega 26 þúsund manns á RÚV að senda ekki atriði í keppnina á næsta ári. „Í ljósi mannréttindabrota Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni er ekki siðferðilega verjandi að taka þátt í glanskeppni eins og Eurovision í skugga þess ofbeldis sem Ísrael beitir nágranna sína,“ kom fram á vef undirskriftasöfnunarinnar.

Þá tilkynnti tónlistarmaðurinn Daði Freyr að hann og hljómsveit hans Gagnamagnið hafi íhugað að taka þátt í undankeppni Eurovision á næsta ári en hætt við vegna þess að keppnin er haldin í Ísrael.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir í tilkynningunni að áskoranirnar hafi verið teknar alvarlega en að eftir mikla yfirlegu hafi þó verið tekin sú ákvörðun að senda fulltrúa frá Íslandi. „Sú ákvörðun grundvallast á því að ekki er um pólitískan viðburð að ræða heldur þvert á móti samkomu ólíkra þjóða sem allt frá stofnum hefur haft að megintilgangi og leiðarljósi að breiða út boðskap sameiningar- og friðarkrafts sem felst í dægurtónlist og menningu almennt,“ segir í tilkynningunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing