Þá er komið að því sem allir biðu eftir. Eða. Allavega einhver ykkar. Risastóra Twitter-samantektin er komin og hún hefur aldrei verið stærri. Ef það var gaman í gær og erfitt í dag er málið að renna yfir þetta og gleðjast.
Gjörið svo vel.
????????????
Föðuramma mín er frekar abbó týpa.
Amma: Heldur þú að það sé kynlíf þarna hinum megin?
Mæja frænka: Ætli það ekki? Allt sem er gott og skemmtilegt líklega?
Amma: Þá er hann pottþétt kominn með nýja.SKO DÁNI AFI MINN. HÚN ER ALVEG SJÚR AÐ HANN SÉ AÐ HALDA FRAMHJÁ HINUM MEGIN.
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) September 29, 2018
Hjalp eg var að setja á mig einhvern freyðimaska!! a þetta að gerast??? ?? pic.twitter.com/e6aZEPk1D4
— María Guðjohnsen (@Mariatweetar) September 29, 2018
Ánægjulegt að vera KRingur í dag og ná evrópusæti en að sama skapi fjárhagslegt högg að vera Hafnfirðingur þar sem útsvarið mitt fer líklegast í það að kaupa stúkuna á Kaplakrikavelli ???
— Björgvin Stefánsson (@badgalbjoggi) September 29, 2018
Íhuga að fara í guðfræði, gerast prestur og endurskíra mig Ed.
Þá get ég ávarpið mig sem;
Ed, sérann.— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) September 29, 2018
Ég geng inní kennslust. og býð góðan daginn við litlar undirtektir nemenda. Ég lít því upp, hækka röddina aðeins og býð aftur góðan daginn, ákveðin í þetta skiptið. Mér líður eins og það sé korter síðan ég var ung og hress. Núna er ég Georg Bjarnfreðarson, að ala upp ungt fólk.
— Margrét (@MargretVaff) September 27, 2018
Einhver sem hatar tannlækna pic.twitter.com/hv8NTeluzx
— gunnare (@gunnare) September 29, 2018
ég: [veit að "jfc" stendur fyrir jesus fucking christ]
heilinn minn: "ah já, Jentucky Fried Chicken"— karó (@karoxxxx) September 27, 2018
Afgreiðslukona í Mac neitaði að selja mér baugafelara af því henni fannst ég með of þurra og slæma húð og sendi mig í apótek að kaupa betri krem. Svo sagði konan í apótekinu að ég væri of rauð í framan fyrir kremið.
— Ugla Egilsdóttir (@uglaegilsdottir) September 28, 2018
þegar ég ranka við mér á sunnudegi eftir góða station helgi pic.twitter.com/0emEI610RU
— Tómas (@tommisteindors) September 25, 2018
Við megum aldrei gleyma GEM Iceland. pic.twitter.com/6nTGPRCctw
— Siffi (@SiffiG) September 28, 2018
Ætlaði bara aðeins
að færa eina mynd til í word— Eydís Sigfúsdóttir (@eydissigfusd) September 28, 2018
Er þitt 2 ára barn að gera það gott á Instagram? Er það „dýrðlega fallegt“ eins og sonur Kim og Kanye? Er barnið þitt kannski að nota ranga fíltera? Kíktu á vefinn Fjölskyldan á https://t.co/dgfahJuNZZ og sjáðu hvernig þú getur gert barnið þitt vinsælla á samfélagsmiðlum. pic.twitter.com/gMf8Sx8p6t
— Björn Bragi (@bjornbragi) September 28, 2018
Íslendingar elska að segja:
“jæææja eigum við ekki að reyna að gera eitthvað”
þegar þeir þurfa að fara að vinna— Gunna sem fer í ræktina þrisvar í viku (@sjomli) September 28, 2018
Sá samkynhneigt par keyra niður Laugaveginn og Dagur B var þar með blómvönd og óskaði þeim til hamingju með að vera síðasta parið til að keyra niður Laugaveginn.
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) September 29, 2018
Hugur minn er hjá þessu ítalska ferðafólki sem keyrði Hvalfjarðargöngin en var svo stoppað af formanni Framsóknarflokksins pic.twitter.com/EJ7NGn3LJg
— Geir Finnsson (@geirfinns) September 28, 2018
“Ætla að fylgja þessum meistara heim” – dóttir mín við vinkonur sínar áður en hún fór með mér heim. Svaka kappi. Fíla það.
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) September 26, 2018
Labbaði á móti Sölva í Quarashi á Ljósvallagötunni. Við vorum bæði í mjög smart svörtum kápum og með fierce göngulag. Það var eins og við værum að labba á sömu tískusýningunni. Ótrúlega töff. Vildi að þið hefðuð verið þarna.
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) September 26, 2018
Var að hjálpa mömmu með CV-ið sitt til að senda inn til European Film Association.
Þar var hún búin að þýða kvikmyndina “Bakk” sem “Back” og hlutverkið “Frænkan” sem “The Ant”. Hún heldur því ss fram að hún hafi leikið maur í myndinni Bak #dórawonder— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) September 26, 2018
Í dag er dóttir mín búin að vera í kassa í viku. Í ljósi þess eru 99% líkur eru á því að hún verði skýrð Alma Björnsdóttir.
— Björn Geir (@partygeir) September 26, 2018
Ég: hæ-
60+ einstaklingur: tja sko ég er nefnilega svo gamaldags, ég á ekki svona snjallsíma *dregur upp Nokia 3310* ég á bara svona spjallsíma :))))))— Pálmi.exe (@ASAP_Palmi) September 27, 2018
Var að láta plata mig til þess að vera með RÆÐU á árshátíð CROSSFIT STÖÐVARINNAR MINNAR?!! Þetta fólk veit EKKI að ég er EKKI FYNDIN, kann ekki að gera UPPHYFINGU, er með PIRRANDI rödd og VEGAN????!!!! Af hverju enda ég alltaf í einhverju svona??
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) September 27, 2018
Árið er 2222.
Langalangalangalangömmubarnið mitt keyrir á umhverfisvæna sjálfstýrða hoverbílnum sínum í skólann og kveikir á útvarpsfréttum.
Guðmundar og Geirfinnsmálið er fyrst á dagskrá.
— Solveig Óskarsdóttir (@solveigoskarsd) September 27, 2018
Í fjórða bekk bað heimski umsjónarkennarinn minn bekkinn um að teikna mynd af sér, og ég teiknaði mynd af svíni og var dregin til skólastjórans og ég er búin að vera í fýlu yfir þessu í 16 ár
— Hrafnhildur Agnarsdóttir (@Hreffie) September 27, 2018
????
Sá stelpu í ræktinni sem var með mér í grunnskóla. Hún var svona sæta stelpan í skólanum.
Hugsaði með mér "ekki séns að hún muni eftir mér".
Nei nei.. haldiði ekki að hún hafi bara veifað kallinum!
Ég veifaði til baka 🙂
Hún var að veifa einhverri stelpu fyrir aftan mig 🙂— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) September 26, 2018
Áhugaverð kenning
Kenning: ef það væri hægt að panta tíma í húð og kyn á netinu þá væri tíðni kynsjúkdóma á Íslandi mun lægri
— Björgheiður (@BjorgheidurM) September 27, 2018
Ekki reyna þetta heima hjá ykkur!
einhver að gefa mer nobelsverðlaun takk fyrir pic.twitter.com/HKSSr8ggd6
— Björn Leó (@Bjornleo) September 29, 2018
Settu kalt vatn á brunann, Helgi
Helgi Seljan sokkaður.
Samtal í 2. bekk í SnælandsskólaHelgi: Af hverju þarf ég að vera hérna?
Kennari: Af því að þú hefur gott af því og svo eru hér lög um skólaskyldu.Smá þögn
Helgi: Ég samþykkti ekki þau lög!
Kennari: Nei, afi þinn gerði það! Haltu áfram að læra.— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) September 29, 2018
Fyrirgefðu
kona á undan mér í röð í blómaval var að láta pakka inn ostapoppi, riesling flösku, nóakroppi og lundakerti í sellófan og krulluband ásamt “fyrirgefðu” korti. Hún hlýtur að hafa gert eitthvað hroðalegt
— Kristín Pétursdóttir (@KrillaPe) September 29, 2018
Steindi er að þroskast í einhverja átt
Einu sinni datt ég alltaf i það þegar ég frumsýndi nýjan þátt, núna spila ég fortnite. Ég held ég sé að þroskast.
— Steindi jR (@SteindiJR) September 28, 2018
Og Auddi alltaf að stríða
Já varst rosalega rólegur á miðvikudaginn syngjandi Djamm í kvöld á Sæta Svíninu! #Þroskinn
— Auðunn Blöndal (@Auddib) September 28, 2018
Sturla snýr aftur
Ég er kominn hingað í dag til að tilkynna ykkur að allar þær fjölmörgu kosningar sem ég hef tapað síðasta áratug ERU ÓLÖGLEGAR! ÉG ER KOMINN AFTUR!
Kv. Sturla Jónsson, forsætisráðherra pic.twitter.com/GN67KfzFqZ
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) September 28, 2018
Þetta hefur bókstaflega aldrei klikkað
Ég neita að taka þátt í þessu freyðivíns/makkarónukjaftæði. Mikið nær að fá sér uppáhellt og mjólkurkex. Combo sem klikkar aldrei. pic.twitter.com/3AZr4IPJH4
— Bryndis Alexanders (@bryndis1980) September 28, 2018
Fimm þúsund kall á Kára
Hvor vinnur í slag, Kári eða Tommi? pic.twitter.com/KoGD19gT1f
— KÁ/AKÁ (@halldork) September 27, 2018
En hvernig?
Á skemmtistað i London.
Hey strákar verðum við ekki að láta taka mynd af okkur saman, ég pósta henni svo á morgun
Þeir: jú klárlega
Ég: Excuse me MATE
Breti: Yes mate?
Ég: can you please take a photo of us?
Breti: sure mate no prob.
Ég: good photo?
Breti:Oh Yeah mate! pic.twitter.com/EfyyjeCGPY
— Albert Ingason. (@Snjalli) September 27, 2018