Auglýsing

Ajna fluttist ung til Íslands í leit að betra lífi: „Ómetanlegt að hafa kynnst því að hafa lítið milli handanna“

Ajna Pidzo fæddist í Bosníu í lok stríðs og fluttist ung til Íslands ásamt foreldrum sínum, í leit að betra lífi. Ajna segir frá starfi sínu á á bráðamóttökunni og lífinu á Íslandi í viðtalsröðinni „Fólkið í Eflingu.“

Ég er aðstoðarkona á bráðamóttökunni og þetta er flottasti vinnustaður sem ég hef unnið á, ég hef lært svo mikið um fólk og hluti, meira en mig hefði nokkurn tíma dreymt um. Hérna færð þú góða þjálfun í samskiptum við aðra,“ segir Ajna sem hefur unnið á Borgarspítalanum í fullu starfi í þrjú ár.

Hún segir það forréttindi að hafa fulla vinnu en í Bosníu sitji hámenntað fólk oft uppi án atvinnu. Mér finnst það ómetanlegt að hafa kynnst því að hafa lítið milli handanna, mér finnst ég vera sjálfstæðari fyrir vikið gagnvart hlutum og hinum efnislega þætti lífsins. Margt fólk þekkir bara að hafa allt af öllu, skiljanlega ef þú elst upp við það og þekkir ekki annað,“ segir Ajna

Þó svo að henni líki starfið á sjúkrahúsinu vel segir hún mikið álag fylgja starfinu. Þá segir hún launin ekki vera í samræmi við álagið. „Maður þarf að vera andlega tilbúin fyrir þessa vinnu, enda eru hérna miklir vinnuhestar, sem ná samt að gefa af sér þótt að það sé brjálað að gera. Það segir mikið um gæði fólksins sem vinnur hérna. En við mikið álag getur oft verið erfitt að veita sjúklingum athygli og persónulega þjónustu.“

Lestu viðtalið í heild hér að neðan

„Ég fæddist í Bosníu í lok stríðs og upplifði aldrei átökin sjálf. En þetta hafði áhrif á fullorðna fólkið, pabbi og…

Posted by Fólkið í Eflingu on Mánudagur, 1. október 2018

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing