Auglýsing

Nýtt lag og myndband frá Benny Crespo’s Gang

slenska hljómsveitin Benny Crespo’s Gang sendir í dag frá sér nýtt lag og myndband. Lagið heitir Another Little Storm og er af annarri breiðskífu hljómsveitarinnar, Minor Mistakes, sem kemur út í byrjun nóvember.

Aðdáendur hljómsveitarinnar eru eflaust orðnir þyrstir eftir nýrri plötu en sú fyrsta kom út árið 2007. Hljómsveitina skipa þau Helgi Rúnar Gunnarsson, Bassi Ólafsson, Magnús Øder og Lovísa (Lay Low) en þrátt fyrir þessa löngu bið hafa þau verið mjög virk í íslensku tónlistarlífi og má þar nefna Kiriyama Family, Kött Grá Pjé, Elín Helena og Horrible Youth.

„Þegar við gáfum út síðustu plötu voru allir í rokkhljómsveitum. Það er því krefjandi að gefa út rokktónlist inn í umhverfi sem er gjörbreytt en það verður spennandi að sjá hvernig fólk tekur við þessu,“ segir Helgi Rúnar Gunnarsson, söngvari og gítarleikari Benny Crespo’s Gang.

Sett hefur verið í gang forsala á heimasíðu hljómsveitarinnar en þar er hægt að tryggja sér plötuna á vínyl með forsöluafslætti.

Guðný Rós og Birta Rán gerðu stórskemmtilegt myndband við lagið en saman skipa þær framleiðsluteymið Andvari.

Myndbandið má sjá hér:

Lagið er einnig aðgengilegt á Spotify og öðrum tónlistarveitum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing