Lang flestir landsmenn nota samfélagsmiðla á hverjum einasta degi. Notkunin er auðvitað mis mikil og hegðun fólks á miðlunum misjöfn. Eitt virðast notendur þó eiga sameignilegt en það er þörfin til að deila upplýsingum sem öllum er drullu sama um.
Við tókum saman lista yfir hluti sem notendur samfélagsmiðla elska að deila með fylgjendum þrátt fyrir takmarkaðan áhuga þeirra.
1. Börn að „útskrifast“
Myndir af börnum sem hafa náð þeim merka áfanga að „útskrifast“ úr hinum ýmsu bekkjum grunnskóla.
2.Ræktin
Ágæti og árangur í ræktinni. Við verðum því miður að tilkynna þér að það er öllum skít sama um hvað metið þitt í hnébeygju er.
3. Tónleikamyndbönd
Myndbandsupptökur af tónleikum. Það er er ekkert leiðinlegra í þessum heimi en upptökur af tónleikum teknar á síma. Plís hættið að senda þetta
4. Flugeldasýningar
Ég sagði hér að ofan að ekkert væri leiðinlegra í þessum heimi en myndbandsupptökur af tónleikum. Ég laug, myndbandupptökur af flugeldasýningum er leiðinlegra.
5. Hitatölur frá útlöndum
Kæru Íslendingar í útlöndum, það er öllum drullu sama hver hitinn er í Bergen eða Malmö í dag. Skít sama.