Auglýsing

Baldvin Z undirbýr íslenska sjónvarpsseríu um barnsrán í Suður-Ameríku

Kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Z upplýsti það í útvarpsþættinum Ísland vaknar á K100 í morgun að næta verkefni hans væri ný íslensk 10 þátta sjónvarpssería. Tökur hefjast næsta vor og reiknað er með að þeir fari í sýningar eftir um tvö ár.

„Við erum að fara núna af stað með verkefni sem við köllum „The trip“ sem Síminn er að fara að sýna. Það er smá svona alþjóðabragur á þessu. Þetta verður tekið upp hér heima, í Puerto Rico og Ameríku líka,“ segir Baldvin en þættirnir fjalla um nokkra Íslendinga á ferðalagi í Puerto Rico þar sem tvíburum er rænt.

Baldvin hefur haft í nægu að snúast undanfarnar vikur en hann leikstýrir myndinni Lof mér að falla sem slegið hefur rækilega í gegn. Nú þegar hafa um 40.000 manns séð myndina í kvikmyndahúsum og ekki sér fyrir endan á velgengninni.

Framundan hjá leikstjóra, aðalleikurum og framleiðendum myndarinnar er að fylgja henni eftir á kvikmyndahátíðina Busan í Suður Kóreu þar sem Lof mér að falla mun taka þátt í World Cinema hluta hátíðarinnar. Busan er stærsta kvikmyndahátíð Asíu og fer fram 4. til 13.október. Þetta verður frumsýning myndarinnar í Asíu.

Viðtalið við Baldvin má heyra í heild sinni hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing