Vændiskonur í Reykjavík sem nota vefsíðuna City of Love til að auglýsa þjónustu sína notast margar hverjar við þá aðferða að stilla sér upp við hlið íslenskra dagblaða. Markmiðið er að öllum líkindum það að sanna veru sína hér á landi en mikill meirihluti þeirra kvenna sem auglýsa þjónustu sína á síðunni eru af erlendu bergi brotnar.
Á vefsíðunni City of Love má finna yfir 700 íslenskar vændisauglýsingar, þó skal tekið fram að nokkrar þeirra sem auglýsa sig á síðunni eru með fleiri en eina auglýsingu í gangi hverju sinni. Margar auglýsingarnar sem Nútíminn skoðaði sýndu konur stilla sér upp með Fréttablaðiðið, Morgunblaðið og Reykjavík Grapevine í hendinni.
DV fjallaði ítarlega um vændismarkaðinn á Íslandi fyrir skömmu og þar kom fram að þær konurnar sem stunda vændi í Reykjavík væri oftast nær með aðsetur í miðborginni og stoppa stutt við hverju sinni. Þá kom einnig fram að verð fyrir vændisþjónustu á Íslandi væri á bilinu 25 til 35 þúsund.
Lög sem banna vændiskaup voru sett á hér á landi árið 2009. Með þeirri lagasetningu var markmiðið að draga úr eftirspurn eftir vændi og þannig minnka umfang þess. Ísland fetaði þar í fótspor Svíþjóðar sem hafði fyrst þjóða sett slík lög.