Boxarinn Floyd Mayweather er mættur til Íslands en hann lagði af stað frá Bandaríkjunum í gær. Þetta kemur fram á Instagram síðu kappans en Ísland er fyrsta stopp hans á ferðalagi um heiminn.
Mayweather sem er ansi umdeildur hefur verið ríkasti íþróttamaður heims undanfarin ár. Í desember árið 2011 var Floyd dæmdur í 90 daga fangelsi fyrir að ráðast á Josie Harris, barnsmóður sína, fyrir framan syni þeirra. Hann játaði minniháttar líkamsárás en lögregluskýrslan frá þessu kvöldi í september árið 2010 bendir til þess að um mjög alvarlega árás var að ræða.
Það var alls ekki í fyrsta skipti sem Floyd hefur beitt konur ofbeldi en nánar má lesa um ofbeldissögu hans með því að smella hér.
Sjá einnig:Floyd Mayweather boxar við karla en lemur konur
Mayweather er búinn að koma sér fyrir í svítunni á fimm stjörnu hóteli Bláa Lónsins samkvæmt heimildum Nútímans en nóttin þar kostar um 1,1 milljón króna.