Auglýsing

Geir Ólafs að syngja á hindí er pottþétt það besta sem þú hefur séð – Sjáðu myndbandið

Stórsöngvarinn Geir Ólafsson  frum­sýndi í vikunni mynd­band við lagið Vais­hnav jan to tene kahi­ye je. Geir syngur lagið á indversku af sinni alkunnu snilld en það var sendiherra Indlands á Íslandi, T. Armstong Changsan sem fékk Geir til að syngja lagið. Það er Fréttablaðið sem greinir frá þessu en hægt er að hlusta á lagið hér að neðan.

Geir frumsýndi myndbandið í indverska sendiráðinu á mánudaginn við mikinn fögnuð viðstaddra, að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins. „Stemningin þarna var mögnuð og laginu var vel tekið. Það er dálítið magnað að vera að syngja eitthvað sem maður hefur ekki hugmynd um hvað er,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið.

Ástæða þess að sendiherra Indlands á Íslandi fékk Geir til að syngja þetta fallega lag er sú að á næsta ári eru 150 ár liðin frá fæðingu Mahatma Gandhi.

Vá!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing