Auglýsing

Íslenskur starfsmaður FedEx ákærður fyrir að flytja inn fjögur kíló af amfetamíni 

Héraðssaksóknari hefur ákært tvær manneskjur fyrir að hafa smyglað til landsins fjórum kílóum af amfetamíni. Efnin voru falin í tveimur dunkum af fæðubótarefni og flutt inn með FedEx. Annar þeirra ákærðu er kona sem starfaði hjá fyrirtækinu. Það er Rúv sem greinir frá þessu.

Höfuðpaurinn í málinu, 25 ára karlmaður úr Reykjanesbæ er sagður hafa skipulagt innflutninginn á efnunum sem komu til landsins mánudaginn 28. nóvember árið 2016.

Með manninum er ákærð 23 ára kona sem þá starfaði hjá FedEx. Henni er gefin að sök að hafa tekið við pakkanum og komið til mannsins. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis í dag.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing