Samkvæmt hinni virtu alfræðiorðabók Wikipedia er nýyrði nýtt orð yfir hugtak eða hlut. Þá kallar Wikipedia þá aðila sem semja slík orð, nýyrðasmiði en allur gangur er á því hvort nýyrði festist í málinu okkar.
Sum nýyrði ná strax fótfestu, orð eins og tölva, sjónvarp og þota. Önnur ná ekki eins mikill fótfestu í málinu og hreinlega deyja út. Nútíminn lagðist í rannsóknarvinnu á Twitter og fann 10 nýyrði sem ekki fengu hljómgrunn en ættu það svo sannarlega skilið. Við hvert nýyrði fylgir höfundur.
1. Taðreyndir = Rangar fullyrðingar
Taðreyndir. Gott nýyrði sem þarf að komast í umferð.
— Már Örlygsson ? (@maranomynet) January 23, 2017
2. Skuldaskræfa = Manneskja sem vill ekki taka lán
Skuldaskræfa : manneskja sem vill ekki taka lán #nýyrði
— Þorvaldur Guðjónsson (@Valdig) December 11, 2017
3. Bullyrðing= Röng fullyrðing
Röng fullyrðing = Bullyrðing. Hvað segirðu, @BragiValdimar, leggurðu blessun þína yfir þetta nýyrði?
— Atli Fannar (@atlifannar) January 15, 2015
4. Skjásvæfa = Klámleikkonan
Nýyrði. Orð yfir uppáhalds klámstjörnuna þína sem þú rúnkar þér yfir. Skjásvæfa.
— Pétur Gunnarsson (@peturg12) July 19, 2014
5. Milliriðill = Hjásvæfa milli ástarsambanda
Alltaf verið hrifinn af 'milliriðill' yfir gaur sem stelpa byrjar með á reboundi áður en hún finnur hinn rétta.
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 16, 2016
6. Kulrót = Grýlukerti
Nýyrði kvöldsins:
Kulrót = grýlukerti
— Eiríkur Kristjánsson (@Eirikur_Gauti) August 9, 2015
7. Sniðblindur= Maður með vondan fatasmekk
Sá sem hefur vondan fatasmekk er „sniðblindur“ #nýyrði
— Halldór Eldjárn (@halldorel) September 17, 2015
8. Riðbein = Typpi
Nýyrði fyrir getnaðarlim : Riðbein [no. hk]
Dæmi: "er eðlilegt að finna til í riðbeininu eftir þetta?"— snorri? (@thrahyggja) January 12, 2016
9. Tinderbykkja = Óheillandi kona á Tinder
Nýyrði: Tinderbykkja.
— Árni Vil (@Cottontopp) March 8, 2016
10. Rakalaus þvættingur = þurr nýþveginn þvottur
Heyrst hefur að ég hafi búið til nýyrði fyrir þurran, nýþveginn þvott.
Það er rakalaus þvættingur.
— Eiríkur Kristjánsson (@Eirikur_Gauti) November 22, 2016