Auglýsing

Birta „skítugar“ myndir af sér til að mótmæla niðrandi ummælum á FM957: „Slutshaming af verstu sort“

Íslenskar konur á Instagram hafa tekið upp á því að birta svokallaðar „skítugar“ myndir af sér til þess að mótmæla ummælum sem féllu í útvarpsþætti Brennslunnar á FM957 fyrr í vikunni. Þar var fullyrt að konur sem settu myndir af sér í bikiní eða nærfötum væru skítugar. DV greinir frá.

Sjá einnig: Oddný fær daglega skilaboð frá mönnum sem vilja kaupa af henni kynlíf: „Hef fengið mörg dónaleg boð frá múslimum“

Mikið hefur verið rætt um ummælin á Facebook hóp sem stuðlar að jákvæðri líkamsímynd. Þar segir einn notandi að ekkert sé óeðlilegra en að slík ummæli séu látin falla í beinni útsendingu í útvarpi árið 2018.

Kristín Ruth Jónsdóttir virtist biðjast afsökunar á ummælunum í þættinum í gær en vildi þó ekkert ræða málið frekar með kollegum sínum.

Instagram-stjarnan Aldís Björk birti mynd með myllumerkinu #hvaðmálikea í gær og í kjölfarið hafa ótal stelpur og konur birt svipaðar myndir til að stuðla að jákvæðri líkamsímynd.

View this post on Instagram

Skítug gella? #minnlikami #hvaðmálikea #biteme

A post shared by Aldís Björk (@aldis.bjork) on

https://www.instagram.com/p/BoeEzVOAuMn/?utm_source=ig_web_copy_link

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing