Karlmaður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í átján mánaða fanglesi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína og brenna á henni handlegginn. Maðurinn neitaði sök en dómurinn er alfarið skilorðsbundinn. Það er Vísir.is sem greinir frá þessu.
Í dómnum sem lesa má í heild sinni hér kemur fram að maðurinn hafa tekið um handleggi sambýliskonu sinnar og haldið höndum hennar upp að sjóðandi heitum ofni með þeim afleiðingum að hún hlaut 2. stigs brunasár og mögulega að einhverju leyti 3. stigs bruna á hægri upphandlegg. Þá hlaut hún mar á vinstri upphandlegg.
Atvikið átti sér stað í desember árið 2015 en konan lagði fram kæru á hendur manninum í október árið 2016. Í dómnum segir að maðurinn hafi ýtt í vinstri hlið hennar þannig að hægri upphandleggur hennar fór utan í ofninn. Kvaðst konan hafa heyrt þegar skinnið sprakk á handleggnum og hún fundið mikla sviðaverki.
Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hafi verið að verja sig þegar atvikið átti sér stað.