Lögreglumaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í gær ákærður fyrir líkamsárás af gáleysi og brot í starfi. Maðurinn sem neitar sök í málinu er sagður hafa skellt bílhurð fjórum til fimm sinnum á fótlegg pólsks manns fyrir utan Hamborgarabúlluna í Kópavogi í maí í fyrra. Það er Rúv sem greinir frá þessu.
Maðurinn tvífótbrotnaði og þurfti að gangast undir skurðaðgerð í kjölfarið en í ákærunni er lögreglumaðurinn sagður hafa sýnt af stórfellt gáleysi. Fórnarlambið krefst rúmlega 6,9 milljóna í bætur vegna málsins.
Lögreglumaðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins í gær, að því er fram kemur í frétt Rúv.is um málið.