Dýraverndurnarsamtökin Reykjavík Animal Save standa nú fyrir mótmælum fyrir utan sláturhús SS á Selfossi. Mótmælin hafa verið töluvert í umræðunni síðustu daga en eftir að þau voru auglýst boðaði hópur fólks til mótmæla á sama tíma á sama stað. Tilgangur þeirra var að mótmæla mótmælunum Reykjavík Animal Save.
Sjá einnig: Kjötætur ætla að mótmæla mótmælum dýraverndunarsinna við SS með grillveislu
Hátt í 1000 manns höfðu lýst yfir áhuga á mótmælunum á Facebook en ljóst er að hópurinn er ekki svo stór. „Komið með okkur á samstöðuvöku fyrir dýrin. Við munum bera vitni þegar lömb og kindur eru sendar til slátrunar í Sláturhús Suðurlands. Við munum vera með þeim þeirra síðustu stundir, skrásetja aðstæður þeirra og dreifa eins mikilli samúð og ást og við getum,“ segir í texta sem fylgir viðburðinum.
Á Facebook-síðu samtakanna má sjá myndband sem fangar stemminguna á staðnum.
https://www.facebook.com/rvk.animal.save/videos/320837572026399/