Lögreglumaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi vegna Snapchat skilaboða sem hann sendi ungri konu. Þetta kemur fram á RÚV.
Lögreglumaðurinn hótaði konunni í gegnum Snapchat í lok janúar á þessu ári. Maðurinn fór í frí frá lögreglustörfum í febrúar vegna ásakananna.
Vísir.is greindi frá ákærunni um miðjan september og birti þau sex skilaboð sem maðurinn sendi konunni á samfélagsmiðlum. Fimm af þeim voru flokkuð sem hótanir en í þeim sjöttu falaðist hann eftir kynmökum við konuna.Hann var sakfelldur fyrir fjögur hótunarskilaboð.
Dæmi um skilaboð sem maðurinn sendi eru : „Fokking mella […] Þu eyðirlagði lif mitt Eg ætla að drepa þig Hehehe“ og
„Litla fokking hóran þin Þúrt hóra [B] […] Það er það sem þu ert Hóra Hóra Ekkert nema hóra Eg hata þig Fokking deyðu [B].“