Khabib Nurmagomedov og Conor McGregor mættust í risabardaga í nótt. Khabib sigraði Conor en eftir bardagann brutust út hópslagsmál.
Um leið og bardaginn kláraðist hraunaði Khabib yfir Conor og réðst svo að hornamönnum hans. Á myndbandinu hér að neðan má sjá þegar hann hopper yfir búrið og ræðst á æfingafélaga Conor.
Í kjölfarið brutust út hópslagsmál og liðsfélagar Khabib réðust meðal annars á Conor. Þeir voru handteknir en Conor ætlar sér ekki að kæra og því verður þeim sleppt.
Khabib og Conor var báðum fylgt úr höllinni af öryggisgæslu en þessi slagsmál eru talin setja svartan blett á íþróttina og eru flestir sammála um það að hegðun Khabib og liðsfélaga hans hafi verið til skammar og sigurinn falli í skuggann á hópslagsmálunum.
Sjáðu myndbandið
And even closer to the action outside the cage. No clue who the guy is with the bleached hair that Khabib attacks. pic.twitter.com/RHmmaw6sHm
— Busted Coverage (@bustedcoverage) October 7, 2018
Conor McGregor tjáði sig um málið á Twitter síðu sinni í morgun.
Good knock. Looking forward to the rematch.
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) October 7, 2018
Watching the @TheNotoriousMMA vs @TeamKhabib fight. Unimaginable never thought it would go down like this. Crazier than my fight riot.
— Mike Tyson (@MikeTyson) October 7, 2018