Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði SS-sveit sérfræðinga að sunnan koma í veg fyrir fiskeldi á Vestfjörðum í umræðum á Alþingi í vikunni. Hann sagðist ekki hafa verið að nota líkingu við sérsveit nasista.
Smári McCarthy, þingmaður Pírata gerði athugasemd við orðanotkun Ásmundar og að hann notaði líkindi við sérsveitir nasista við umræður á Alþingi.
Ásmundur svaraði og sagðist ekki hafa verið að vísa í SS-sérsveitir nasista heldur hafi hann verið að meina sérfræðingar að sunnan.
SS-sveitirnar voru öryggis- og hersveitir þýska Nasistaflokksins í seinni heimsstyrjöldinni og báru ábyrgð á gífurlegu mannfalli á meðan stríðinu stóð.
sniðugur og fyndinn! pic.twitter.com/jPfnoJK0Ik
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) October 11, 2018