Þórey Lind Vestmann er með opið Snapchat og Instagram þar sem hún leyfir þúsundum fylgjenda að fylgjast með hennar lífi. Því fylgir töluvert áreiti en Þórey fær reglulega skilaboð sem innihalda dónaskap og beinlínis kynferðisleg áreitni. Þórey deildi einum slíkum skilaboðum á Instagram í gær sem sjá má hér að neðan.
„Þetta er ekki í fyrsta né síðasta skipti sem ég lendi í þessu og þetta er alltaf jafn fáránlegt og leiðinlegt. Þetta er viðbjóðslegt og í raun ótrúlegt að fólk skuli leyfa sér að koma svona fram við aðra,“ segir Þórey í samtali við Nútímann.
Skilaboðin sem Þórey sýndi frá koma frá manni sem óskaði eftir því að fá sendar nektarmyndir af henni. „Er hægt að nálgast myndir af þér berbrjósta eða naktri,“ skrifaði maðurinn meðal annars.
Skilaboðin…
Þórey segir erfitt að átta sig á því hvers vegna menn sendi svona skilaboð. „Ég skil ekki hvað mönnum gengur til með að senda svona. Held að það séu ekki margar stelpur sem grípa vel í svona skilaboð,“ segir hún.
Eins og áður segir er Þórey með opið Snapchat og Instagram sem þýðir að hver sem er getur skoðað það efni sem hún hleður þangað inn. Hún segir það þó ekki þýða ótakmarkaðan aðgang lífi hennar. „Sú staðreynd að hún sé með opið Instagram og Snapchat þýðir ekki að fólk hafi ótakmarkaðan aðgang af mínu einkalífi og líkama.“