Auglýsing

Fann hamingjuna á Íslandi: „Maður á aldrei að gefast upp“

Katrin Phumipraman hefur unnið við fiskflökun hjá Granda í sex ár. Hún kom til Íslands frá Tælandi 25 ára gömul árið 1988. Þrátt fyrir að hafa lengi verið með heimþrá finnst henni nú best að búa á Íslandi. Katrin segir frá starfi sínu og fjallar um lífið á Íslandi í viðtalsröðinni „Fólkið í Eflingu.“

„Þetta var eins og að koma á tunglið að koma til Íslands, gróðurfarið hérna er svo gjörólík því sem ég átti að venjast heima. Ég vann aldrei við mitt fag og var lengi með heimþrá en það hefur lagast með tímanum. Núna finnst mér best að búa á Íslandi, ég elska náttúruna, vatnið, vinnuna og manninn minn,“ segir hún.

Hún hefur unnið við fiskflökun já Granda í sex ár og segir þar margt gott. „Þeir hugsa vel um fólkið sitt. Til dæmis fáum við frían morgunmat og kaffi og hádegismaturinn er mjög ódýr. Við fáum líka strætókort og kort í líkamsrækt sem ég nota ekki, af því ég hef ekki tímann til þess.“

Sjá einnig: Clarivelle á sex börn og fær 270 þúsund krónur útborgað: „Stundum borða ég sjálf bara núðlur“

Hún segist oft vera lúin eftir vinnu en þrátt fyrir það sé hún ánægði í starfinu. Það sé engin spurning um að hún ætli að halda áfram að vinna hjá Granda og hún vonar að þetta verði hennar síðasti vinnustaður.

Fyrir tveimur árum hitti Katrin eiginmann sinn sem hún segir að sé draumaprinsinn hennar.

“Við erum voða góð við hvort annað. Þegar eitthvað kemur upp á þá leysum við málið og reynum að endurtaka ekki sömu leiðindin og ef ég fer í fýlu þá kemur hann mér til að hlæja. Maður á aldrei að gefast upp, þótt að lífið sé erfitt, halda áfram og þú munt uppskera á endanum. Ef þú gefur eitthvað gott út í lífið þá færðu eitthvað gott til baka.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing