Auglýsing

Khabib hótar að hætta í UFC

Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov hefur hótað því að hætta að berjast fyrir UFC sambandið fari svo að liðsfélagar hans verði reknir úr UFC eftir hópslagsmálin á laugardaginn. Khabib greinir frá þessu á Instagram.

Sjá einnig: Khabib biðst afsökunar á slagsmálunum: „Fjölmiðlar búnir að breyta þessari íþrótt“

Khabib og Conor McGregor mættust í risabardaga um síðustu helgi þar sem Khabib sigraði örugglega. Sigurinn féll þó í skuggann á vandræðalegum hópslagsmálum sem brutust út eftir bardagann.

Tveir félagar Kahibs tóku þátt í látunum, þeir Zubair Tukhugov og Islam Makhachev en þeir berjast báðir í UFC. Dana White, forseti UFC hefur hótað því að þeir verði reknir úr UFC og við það ætlar Kahib ekki að una.

„Refsið mér. Zubaira Tukhugov hafði ekkert að gera með þetta. Ef þið haldið að ég verði þögull þá hafið þið rangt fyrir ykkur,“ segir Kahib í langri færslu á Instagram sem sjá má hér að neðan.

View this post on Instagram

I would like to address @ufc Why didn't you fire anyone when their team attacked the bus and injured a couple of people? They could have killed someone there, why no one says anything about insulting my homeland, religion, nation, family? Why do you have to punish my team, when both teams fought. If you say that I started it, then I do not agree, I finished what he had started. In any case, punish me, @zubairatukhugov has nothing to do with that. If you think that I’ll keep silent then you are mistaken. You canceled Zubaira’s fight and you want to dismiss him just because he hit Conor. But don’t forget that it was Conor who had hit my another Brother FIRST, just check the video. if you decide to fire him, you should know that you’ll lose me too. We never give up on our brothers in Russia and I will go to the end for my Brother. If you still decide to fire him, don’t forget to send me my broken contract, otherwise I'll break it myself. And one more thing, you can keep my money that you are withholding. You are pretty busy with that, I hope it won’t get stuck in your throat. We have defended our honor and this is the most important thing. We intend to go to the end. #Brothers

A post shared by Khabib Nurmagomedov (@khabib_nurmagomedov) on

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing