Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag verulega ölvaðan mann í verslun ÁTVR í miðborginni. Samkvæmt dagbók lögreglu gekk maðurinn inn í verslunina, fann álitlega flösku og byrjað að drekka úr henni, án þess að hafa greitt fyrir.
Ekki var hægt að ræða við manninn sökum ölvunar. Hann var því handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Þá þurfti lögreglan að hafa afskipti af manni í Hafnarfirði sem var að reykja marijúana. Við leit á manninum fannst önnur jóna. Hann verður kærður fyrir vörslu og meðferð ávana- og fíkniefna.