Auglýsing

Þingmaður VG hissa – Plastflöskum dreift í massavís á ráðstefnu þar sem eitt aðal umræðuefnið er umhverfisvernd

Um helgina fer fram hin árlega Arctic Circle ráðstefna í HörpuHeimsþekktir vísindamenn og stjórnmálamenn sækja ráðstefnuna sem og íslenskir stjórnmálamenn. Einn þeirra, Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir forsvarsmenn ráðstefnunnar fyrir að bjóða þátttakendum upp á vatn í plastflöskum.

Andrés tjáði sig um málið í færslu á Twitter. „Risastór ráðstefna #ArcticCircle2018 fjallar að miklu leyti um áskoranir í umhverfismálum á norðurslóðum. Þar vantar sko ekki verðandi plastúrganginn! Kommon,“ skrifar Andrés í færsluna sem vakið hefur töluverða athygli. 

Andrés furðar sig á plastnotkuninni í samtali við Nútímann. „Það er kaldhæðnislegt að dreifa mörg hundruð einnota plastflöskum með vatni á ráðstefnu þar sem eitt aðalumræðuefnið er umhverfisvernd á norðurslóðum — þar sem við sjáum alltaf betur og betur hvað plastmengun er mikið vandamál,“ segir Andrés.

Hann segir auðvelt að koma í veg fyrir alla þessa plastnotkun á fundinum. „Þ hlýtur að vera hægt að skipuleggja dagskránna þannig að fólk geti komist sæmilega reglulega í vatnskönnur og glös til að svala þorstanum. Sérstaklega í landi þar sem vantar ekki beinlínis hreint og gott kranavatn.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing