Ljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan, Snorri Björnsson gerði heldur betur góða ferð til Amsterdam í Hollandi um helgina þar sem fram fór hið árlega Amsterdam Marathon.
Sjá einnig: Snorri Björns tók Snapchat upp í nýjar hæðir, sjáðu rosalegustu Snapchat-sögu Íslandssögunnar
Snorri hljóp heila 42.195 metra ásamt félaga sínum Sveini Breka Hróbjartssyni. Eftir að þeir félagar komu í mark birti Snorri myndir á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að tími Snorra var ekkert slor en hann hljóp vegalengdina á tímanum 02:56:01.
Vinir Snorra hafa keppst við að hrósa honum fyrir tímann. Ein þeirra, Annie Mist Þórisdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit sagði: „Sick!!!! Vel gert!!!!“
Þá sagði Sólmundur Hólm, skemmtikraftur: „Sick tími! Til hamingju vinur.“