Hjörtur Hjartarson, fyrrverandi fjölmiðlamaður hjá 365 og núverandi nemi í Barcelona stöðvaði um helgina mann sem gerði sig líklegan til þess að stela af honum reiðhjóli. Hjörtur greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni.
Sjá einnig:Hjörtur Hjartar flytur úr landi: „Margra mun ég sakna – annað er gott að skilja eftir heima“
Hjörtur stóð þjófinn að verki og kom í veg fyrir að hann næði að stela hjólinu. „Greip þjófinn glóðvolgan þar sem hann var að hjóla í burtu á nýja hjólinu mínu. Ég hrifsaði af honum hjólið og lét nokkur vel valin orð falla. Honum var drull. Hasar í Barcelona.“ skrifar Hjörtur.
„Hasar í Barcelona“
Greip þjófinn glóðvolgan þar sem hann var að hjóla í burtu á nýja hjólinu mínu. Ég hrifsaði af honum hjólið og lét nokkur vel valin orð falla. Honum var drull. Hasar í Barcelona. pic.twitter.com/IBHEsh0CMa
— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) October 21, 2018