Streymiveitan Netflic var á dögunum sökuð um að blekkja þeldökka áhorfendur sína með því að sýna mismunandi smámyndir á þáttum og kvikmyndum eftir kynþætti áhorfenda. Netflix hefur neitað ásökununum og segja að meðlimir séu ekki krafðir um upplýsingar tengdar kynþætti, kyni eða þjóðerni.
„Við getum ekki notað þannig upplýsingar til þess að breyta upplifun notenda á forritinu. Einu upplýsingarnar sem við höfum sem gætu haft áhrif á smámyndirnar eru um hvað þau hafa horft á áður,“ segir einstaklingur frá streyiveitunni.
Hann segir einnig að smámyndirnar séu mismunandi hjá öllum og breytist reglulega til þess að hjálpa fólki að ákveða hvað það vilji horfa á.
Stacia Brown vakti athygli á málinu á Twitter á dögunum. Hún benti á að á smámyndinni fyrir kvikmyndina Like Father birtust tveir dökkir leikarar sem voru samtals um tíu mínútur í myndinni en aðalleikarar myndarinnar Kelsey Grammer og Kristen Bell, sem eru bæði hvít, væru hvergi sjáanleg.
Just did another cursory scroll of suggested watches and the posters they gave me. pic.twitter.com/VoCFJQfWaK
— stacia l. brown (@slb79) October 18, 2018