Auglýsing

Keypti sér flugmiða til London gagngert til að stela sígarettum í Leifsstöð

Lögreglan á Suðurnesjum handtók á á föstudaginn mann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir þjófnað. Maðurinn sem keypti sér ferð til London var gómaður með 14 sígarettukarton í fórum sér. Það er Rúv.is sem greinir frá þessu.

Við skýrslutöku greindi maðurinn frá því að hann hafa keypt flugmiðann til London, gagngert til að komast inn í fríhöfnina og stela sígarettum. Ætlunin var aldrei að fara úr landi.

Málið er ekki einsdæmi því fyrir nokkrum vikum voru nokkrir menn handteknir, grunaðir um umfangsmikinn og skipulagðan þjófnað á sígarettum úr fríhöfninni. Menn voru taldir hafa stolið allt að 180 þúsund sígarettum.

Jón Halldór Sigurðsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu Rúv segir að málin tvö sem séu til rannsóknar en séu þó óskyld.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing