Auglýsing

Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi á Akureyri grunaður um að hafa ekki komið til hjálpar þegar ung kona lést

Maðurinn, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri á sunnudag, er meðal annars grunaður um að hafa ekki komið henni til aðstoðar. Það er Rúv sem greinir frá þessu.

Sjá einnig: Handtekinn vegna andláts konunnar á Akureyri: „Talinn hafa verið á vettvangi þegar konan lést“

Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær kemur fram að rökstuddur grunur sé um að maðurinn hafi brotið gegn fyrstu og/eða fjórðu málsgrein 220. greinar hegningarlaga. Þær eru:

1. málsgrein:  „Hver, sem kemur manni í það ástand, að hann er án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að 8 árum. “

4. málsgrein: „Hver sá sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi og heilsu annarra í augljósan háska skuli sæta fangelsi allt að fjórum árum.“

Í úrskurðinum segir jafnframt að ekki hafi verið hægt að taka skýrslu af manninum á sunnudag vegna lyfjaáhrifa og því sé saga hans ekki ljós. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing