Auglýsing

Elisa hefur unnið við hótelræstingar í 17 ár: „Fæ 280 útborgað þúsund af því ég er vaktstjóri“

Elisa Noophaian Puangpila fluttist til Íslands frá Tælandi, eftir að hún kynntist íslenskum manni. Elisa segir frá starfi sínu sem herbergisþerna og lífinu á Íslandi í viðtalsröðinni „Fólkið í Eflingu.“

„Ég hætti í skóla 17 ára, lærði hárgreiðslu og var með stofu í nokkur ár. Seinna rak ég veitingastað í Loei, þar sem hægt var að hlusta á lifandi músík. Einn daginn rakst inn maður frá Íslandi sem fékk sér að borða og þarna var hann komin, tilvonandi eiginmaður minn og ég flutti til Íslands til hans,“ segir Elisa þegar hún rifjar upp ástæður þess að hún fluttist hingað til lands.

Elisa kom fyrst til Íslands fyrir tveimur áratugum en flutti heim á meðan sonur hennar var unglingur.  „Ég hef unnið samfleytt við hótelræstingar í 17 ár eða síðan ég kom aftur frá Thaílandi. En árið 1999 á meðan drengurinn minn var að fara í gegnum mestu gelgjuna flutti ég heim til Taílands í tvö ár. Hann var orðinn unglingur og ég sá að þetta gekk ekki, ég var alltaf að vinna og hafði ekki tíma fyrir hann,“ segir hún.

Hún segir vinnuna ágæta en segir að launin mættur vera hærri. „Þetta er ekki hátt kaup, ég fæ útborgað 280 þúsund af því ég er vaktstjóri. Þegar ég byrjaði þá var ég með miklu minna en þá varð samt miklu meira úr peningunum. Ég gat farið í Bónus og versla og fór út með fulla poka af vörum,“ segir Elisa.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing