Bandaríski leikarinn David Schwimmer hefur staðfest að það var ekki hann sem stal bjórkassa úr verslun í Blackpool í gær. Schwimmer birti sprenghlægilegt myndband á Twitter síðu sinni sem sannaði að hann var staddur í New York á meðan atvikið átti sér stað.
Lögreglan í Blackpool á Englandi auglýsti í gær eftir manni sem er talinn hafa stolið bjórkassa í verslun í borginni. Auglýsingin vaki mikla athygli um allan heim þar sem maðurinn er talinn sláandi líkur Schwimmer sem flestir þekkja sem Ross í sjónvarpsþáttunum Friends.
Lögreglan í Blackpool fékk margar ábendingar frá aðdáendum þáttanna og sá engan annan kost en að fullvissa fólk um að ræninginn væri ekki David Schwimmer.
Schwimmer staðfesti þetta með myndbandi í dag en hann óskaði lögreglunni einnig góðs gengis með rannsóknina.
Officers, I swear it wasn't me.
As you can see, I was in New York.
To the hardworking Blackpool Police, good luck with the investigation.#itwasntme pic.twitter.com/EDFF9dZoYR— schwim (@DavidSchwimmer) October 24, 2018
Arg! pic.twitter.com/jJsFNtAQab
— Sunna Ben (@SunnaBen) October 24, 2018