Auglýsing

Faðir konunnar kom að henni látinni – Hinn handtekni sagður samstarfsfús

Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna andláts ungrar konu á Akureyri stendur enn yfir. Konan fannst látin á heimili sínu á sunnudag. Lögreglan er með mann í haldi sem var á staðnum þegar konan lést. Faðir konunnar kom að henni látinni en ung börn hennar voru á heimilinu samkvæmt Vísi.is.

 

Lögreglan segir manninn sem er í gæsluvarðhaldi samstarfsfúsan en hann er grunaður um að hafa ekki komið konunni til hjálpar. Talið er að maðurinn hafi látið sig hverfa þegar faðir konunnar kom á heimilið á sunnudagsmorgninum.

Maðurinn var yfirheyrður í annað skipti síðdegis í gær. Ekki var hægt að yfirheyra hann á sunnudag vegna lyfjaáhrifa. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á hádegi á morgun en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort það verði framlengt.

Dánarorsök konunnar liggur ekki enn fyrir. Bráðabirgðaniðurstaða krufningar liggur fyrir en niðurstöður eiturefnarannsóknar er beðið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing