Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, er gestur í þættinum Með Loga sem sýndur er í Sjónvarpi Símans klukkan 20:00 í kvöld, fimmtudag. Í þættinum fer Margrét um víðan völl og ræðir meðal annars baráttu hinsegin fólks á Íslandi á árum áður.
Magnað brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. „Veistu hvað voru margir sem lifðu þetta ekki af og allir strákarnir sem að við misstum,“ sagði Margrét í þættinum sem sýndur er í kvöld.
Magnað viðtal við magnaða konu!
Logi Bergmann og Margét Pála eiga ótrúlegt samtal í kvöld þar sem þau tala um hluti sem skipta miklu máli. ‘Áhugavert’ er alls ekki nógu sterkt lýsingarorð fyrir þennan þátt. Takk fyrir að gefa svona mikið af þér, Margrét Pála, og treysta okkur fyrir því. Kveðja, Skot Productions #meðloga #sjonvarpsimans kl. 20:00
Posted by SKOT Productions on Fimmtudagur, 25. október 2018