Kvikmyndaleikstjórinn og leikarinn Baltasar Kormákur á nú í viðræðum við MGM-kvikmyndaverið um að leikstýra kvikmyndinni Deeper. Frá þessu er greint á vef Variety.
Sjá einnig: Balti hætti að drekka árið 2002 en fór ekki á fundi fyrr en þrettán árum síðar: „Ég var svona partýbytta“
Myndin segir frá fyrrverandi geimfara sem fær það verkefni að kanna dýpsta stað sjávar. Upphaflega átti myndin að fara í framleiðslu fyrir tveimur árum en þá var það enginn annar en Bradley Cooper sem átti að leika aðal hlutverkið. Þau plön urður að engu og nú hefur MGM boðið Balta að taka verkefnið að sér
Í frétt Variety kemur fram að framleiðendur myndarinnar leggi allt kapp á að fá stóra stjörnu til að leika aðalhlutverkið.