Auglýsing

Tveir menn handteknir í Landsbankanum – Grunaðir um peningafölsun

Lögregla handtók tvo karlmenn í útibúi Landsbankans í Borgartúni í dag. Mbl.is greindi fyrst frá málinu. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Rúv að mennirnir séu grunaðir um peningafölsun.

Fram kemur í frétt Rúv um málið að mennirnir hafi verið að setja smápeninga í mynttalningavélar, þegar þeir voru stöðvaðir. Margeir segir að verið sé að skoða hvort mennirnir hafi komið til landsins gagngert til að fremja brot en rannsókn málsins er á frumstigi.

Starfsfólk bankans óskaði eftir lögregluaðstoð en mennirnir voru handteknir á staðnum og fluttir á brott í lögreglubíl. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing