Auglýsing

Ný útvarpsstöð fer í loftið – Aron Mola og Saga Garðars meðal dagskrárgerðafólks

Ný útvarpsstöð, Útvarp 101 fer loftið 1. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stöðinni á samfélagsmiðlum í dag. Fólkið sem stendur á bak við stöðina er hópur ungs fólks sem verið hefur áberandi í menningu og listum hér á landi undanfarin ár.

Egill Ástráðsson markaðsstjóri 101 Útvarps ræddi við Vísi.is um stöðina. „Þessi draumur hefur lengi blundað í okkur að hafa okkar eigin vettvang í miðlun á nýrri tónlist, poppkúltúr og dægurmenningu. Við fengum til liðs við okkur ótrúlegan hóp af hæfileikaríku fólki. Við erum gífurlega vel mönnuð allt frá klippiborðinu að hljóðnemanum, enda ætlum við að framleiða efni fyrir alla miðla og vera með dálítið nýja nálgun á hvaða það þýðir að vera fjölmiðill á 21. öldinni,“ sagði Egill við Vísi.

Meðal þeirra sem munu starfa á 101 eru Aron Már Ólafsson, Saga Garðarsdóttir og bræðurnir Unnsteinn Manuel og Logi Pedro.

Spennandi!

Útvarp 101

Útvarp 101 fer í loftið 1.nóvember.Í beinni útsendingu allan sólarhringinn á útvarpstíðninni FM 94,1 og á vefsíðunni 101.live. Fylgist með okkur á Facebook og Instagram.

Posted by Útvarp 101 on Mánudagur, 29. október 2018

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing