Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því á Twitter í dag að Björn Bragi Arnarson hafi áreitt hana kynferðislega og að hún viti af fleiri konum sem hafi lent í því sama. Þórhildur greindi frá þessu eftir að myndband af Birni káfa á sautján ára stúlku fór í dreifingu á netinu.
Þórhildur segir að það minnsta sem einstaklingur geti gert sé að taka ábyrgð og biðjast afsökunar, það geri hann ekki að hetju. Hún segir að hvorki hún, né aðrar stelpur sem hann hefur áreitt hafi fengið neina afsökunarbeiðni
Sjá einnig: Björn Bragi biðst afsökunar – Áreitti 17 ára stúlku: „Ég snerti hana á ósæmilegan hátt“
Á Twitter segir Þórhildur Gyða að það minnsta sem einstaklingur geti gert er að biðjast afsökunar á brotum sínum. „Það gerir þig ekki að hetju en samfélagið sér það þannig og þá spyr ég en hvað með allar hinar?“
„Líklegast af því hann var ekki „böstaður“ á myndbandi þau skiptin. Ég velti því fyrir mér hvort þessi unga stelpa hefði fengið afsökunarbeiðni frá honum ef hún hefði ekki tekið þetta upp og ákveðið að segja frá? Hefði samfélagið trúað henni?“ spyr Þórhildur.
Sjá einnig: Brot Björns Braga varða allt að 2 ára fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum
Hún segist vona að Björn Bragi læri af þessu atviki, taki þeim afleiðingum sem gjörðir hans hafa og bæti sig sem manneskju.
„Á sama tíma vona ég innilega að unga stúlkan hafi þann viljastyrk að kæra og fá rétti sínum framgengt,“ segir hún.
Get ekki haldið aftur að mér lengur pic.twitter.com/D59RczyXPh
— Þórhildur Gyða (@torii_96) October 30, 2018